Handbolti

Völdu besta leikmann Olís-deildarinnar: „Hún er ógeðslega góð“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, markadrottning Olís-deildarinnar og besti leikmaður hennar að mati Seinni bylgjunnar.
Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, markadrottning Olís-deildarinnar og besti leikmaður hennar að mati Seinni bylgjunnar. vísir/vilhelm

Svava Kristín Gretarsdóttir og sérfræðingar Seinni bylgjunnar gerðu upp Olís-deildina 2022-23 og hituðu upp fyrir úrslitakeppnina.

Í þætti gærdagsins var lið Olís-deildarinnar 2022-23 meðal annars opinberað sem og leikmaður ársins. Hún kemur úr liði deildarmeistara ÍBV og heitir Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir.

„Ég vil bara sjá hana koma sér út aftur. Hún hefur ekkert að gera hérna að mínu mati,“ sagði Einar Jónsson í léttum dúr. 

„Hún er ógeðslega góð og stórkostleg. Það er geggjað fyrir okkur að hafa hana og hún er komin í geggjað stand líka. Maður sér hvað sprengikrafturinn er mikill.“

Klippa: Seinni bylgjan - Leikmaður tímabilsins

Í 21 leik í Olís-deildinni í vetur skoraði Hrafnhildur Hanna 167 mörk. Hún var markahæsti leikmaður deildarinnar.

Hrafnhildur Hanna var að sjálfsögðu í liði tímabilsins ásamt liðsfélaga sínum í ÍBV, markverðinum Mörtu Wawrzykowsku. 

Auk þeirra eru Frammararnir Steinunn Björnsdóttir og Perla Ruth Albertsdóttir, Stjörnukonan Lena Margrét Valdimarsdóttir, Haukakonan Elín Klara Þorkelsdóttir og Þórey Anna Ásgeirsdóttir úr Val í liði tímabilsins. Sigurður Bragason var valinn þjálfari tímabilsins.

Klippa: Seinni bylgjan - Lið tímabilsins

„Þetta eru geggjaðir leikmenn og hrikalega flott lið,“ sagði Einar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×