Erlent

Fjögur látin eftir snjó­flóð í frönsku Ölpunum

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Armancette-jökull.
Armancette-jökull. Getty

Minnst fjórir eru látnir eftir að snjóflóð féll í frönsku Ölpunum. Enn er talin hætta á frekari snjóflóðum.

Snjóflóðið kom úr Armancette-jökli, skammt frá Hvítfjalli í suðausturhluta Frakklands, um miðjan dag í dag.

Breska ríkisútvarpið hefur eftir Gerald Darmanin, innanríkisráðherra Frakklands, að auk hinna látnu séu fleiri særðir og að björgunaraðgerðir séu hafnar. 

Fyrr í dag höfðu birst myndbönd af snjóflóðum á svæðinu og forsvarsmenn skóðahótelsins Comtamines-Montjoie hvatt fólk til þess að fara að öllu með gát. Héraðsstjórn í Haute-Savoie, þar sem snjóflóðið varð, hefur þá varað við því að enn sé snjóflóðahætta á svæðinu.

Darmanin og Emmanuel Macron Frakklandsforseti hafa báðir vottað aðstandendum hinna látnu samúð sína. 

Árið 2014 létust tveir bræður þegar snjóflóð féll úr Armancette.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×