Innlent

Hand­tekinn maður grunaður um fíkni­efna­akstur á Miklu­braut

Kristinn Haukur Guðnason skrifar
Tveir lögreglubílar og eitt vélhjól komu á vettvang.
Tveir lögreglubílar og eitt vélhjól komu á vettvang.

Maður var handtekinn í kringum hádegið í dag á Miklubraut, grunaður um fíkniefnaakstur. Tveir lögreglubílar komu á vettvang á samt lögreglumanni á vélhjóli.

„Þarna var lögreglan í almennu umferðareftirliti og ökumaður stöðvaður,“ segir Ásmundur Rúnar Gylfason stöðvarstjóri á Lögreglustöð 1 í Reykjavík. Handtakan átti sér stað nálægt gatnamótum Miklubrautar og Lönguhlíðar.

Ásmundur segist ekki vita hvort að ökumaðurinn hafi streist við handtöku og þess vegna hafi verið svo margir lögreglumenn. „Það varð aðeins meira úr þessu en venjulega út af því að það kom bíll keyrandi á móti og það vantaði aðstoð,“ segir hann.

Eins og áður segir er viðkomandi grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Gerði Ásmundur því ráð fyrir að búið væri að sleppa honum úr haldi nú þegar. Þetta væri hefðbundið mál og verklag gerði ekki ráð fyrir að fólki sé haldið lengi. Ásmundur segist ekki hafa neinar upplýsingar um að maðurinn hafi valdið neinni hættu.

Ekki eru nema nokkrir dagar síðan maður var handtekinn, grunaður um að hafa keyrt bifreið undir áhrifum fíkniefna ofan í húsgrunn á gamla Blómavalsreitnum í Laugardal.


Tengdar fréttir

Endar aldrei vel þegar fólk notar vímu­efni undir stýri

Maður sem keyrði bifreið ofan í húsgrunn á gamla Blómavalsreitnum í gærkvöldi er grunaður um fíkniefnaakstur. Engin slys urðu á fólki. Maðurinn er í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og verður tekin af honum skýrsla seinna í dag.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×