Innlent

Maðurinn muni ekki koma ná­lægt reið­skólanum framar

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Mynd er úr safni og tengist fréttinni ekki beint.
Mynd er úr safni og tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Vilhelm

Þroska­skertur maður, sem er sagður hafa brotið kyn­ferðis­lega á níu ára stúlku með fötlun í sumar­búðunum í Reykja­dal í fyrra­sumar, mun ekki koma ná­lægt starf­semi Reið­skóla Reykja­víkur lengur. Hann var aldrei starfs­maður skólans en að­stoðaði við um­hirðu hrossa eftir há­degi og segir skólinn hann aldrei hafa verið einan með nemendum.

Þetta kemur fram í til­kynningu frá Reið­skóla Reykja­víkur. Halla Ingi­björg Leon­hards­dóttir, móðir hinnar níu ára gömlu stúlku sagði í sam­tali við Vísi í gær að hún myndi ekki láta málið kyrrt liggja. Sagði hún starfs­menn skólans hafa komið af fjöllum í gær og tjáð vin­konu hennar að móðir mannsins hefði hvorki látið vita af meintum brotum mannsins í Reykja­dal síðasta sumar né að málið væri á á­kæru­sviði.

Hafi aldrei verið einn með nemendum

Í til­kynningu reið­skólans segir að for­svars­menn hans hafi fengið upp­lýsingar um að maðurinn hefði verið sakaður um kyn­ferðis­brot. Hann hefði aldrei verið starfs­maður hjá skólanum heldur fyrir greiða­semi fengið að að­stoða í hest­húsunum eftir há­degi.

„Á þeim tíma var hann aldrei að hjálpa til við reið­nám­skeiðin, né var hann einn með nem­endum eða eftir­lits­laus í húsunum vegna fötlunar sinnar.“

Segir í til­kynningunni að upp­lýsingar um að maðurinn lægi undir grun um kyn­ferðis­brot hafi komið þeim full­kom­lega í opna skjöldu. Brugðist hafi verið við sam­dægurs og því muni maðurinn ekki koma ná­lægt reið­skólanum framar né að­stoða í hest­húsum reið­skólans. For­eldrum nem­enda sem eru á reið­nám­skeiði hafi verið látnir vita af málinu.

„Við hörmum að þessar að­stæður hafi komið upp og höfum þegar brugðist við til að tryggja öryggi barnanna, sem er aðal­at­riðið í okkar augum. Við munum til­kynna Barna­vernd Reykja­víkur og lög­reglunni um málið.“



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×