Innlent

Þrjá­tíu prósent kjós­enda VG styðja nú Sam­fylkinguna

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar og Katrín Jakobsdóttir formaður VG.
Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar og Katrín Jakobsdóttir formaður VG. vísir/vilhelm

Mesta tryggðin við stjórnmálaflokk er hjá kjósendum Samfylkingarinnar og sú minnsta hjá kjósendum Vinstri grænna. Þetta er niðurstaða könnunar sem Prósent framkvæmdi dagana 22. júní til 19. júlí þar sem spurt var hvaða lista kjósendur hafi kosið í síðustu kosningum og hvort þeir myndu kjósa listann aftur.

Samkvæmt niðurstöðum myndu 84 prósent þeirra sem kusu Samfylkinguna kjósa hana aftur en 16 prósent fylgi myndi dreifast á aðra flokka. Næst á eftir koma kjósendur Flokks fólksins en 78 prósent þeirra myndu kjósa flokkinn aftur, yrði gengið til kosninga í dag. 76 prósent kjósenda Miðflokksins myndu kjósa hann aftur í dag.

Einungis 48 prósent þeirra sem kusu Vinstri græna í síðustu kosningum myndu kjósa flokkinn aftur en 30 prósent fylgisins færi yfir til Samfylkingar og 22 prósent dreifast á aðra flokka.

Hér að neðan má sjá hvernig kjósendur hvers flokks fyrir sig myndi kjósa, ef gengið yrði til kosninga í dag.

  • 84% sem kusu Samfylkinguna myndu kjósa hana aftur og 16% fylgi myndi dreifast á aðra flokka.
  • 78% sem kusu Flokk fólksins myndu kjósa hann aftur og 14% myndu kjósa Samfylkinguna.
  • 76% þeirra sem kusu Miðflokkinn myndu kjósa hann aftur og færi 14% fylgi yfir til Sjálfstæðisflokksins.
  • 67% þeirra sem kusu Pírata myndu kjósa flokkinn aftur og 25% fylgi myndi færast yfir til Samfylkingarinnar.
  • 62% þeirra sem kusu Sjálfstæðisflokkinn myndu kjósa hann aftur en annað fylgi færi þá helst yfir til Pírata (11%), Miðflokksins (10%) og Samfylkingar (9%).
  • 60% þeirra sem kusu Viðreisn myndu kjósa flokkinn aftur og 25% myndu kjósa Samfylkinguna og 9% Sjálfstæðisflokkinn.
  • 53% þeirra sem kusu Framsóknarflokkinn myndu kjósa flokkinn aftur. 19% myndu kjósa Samfylkinguna, 12% Miðflokkinn og 8% Sjálfstæðisflokkinn.
  • 49% þeirra sem kusu Sósíalistaflokkinn myndu kjósa hann aftur, 20% myndu kjósa Pírata og 10% Samfylkinguna.
  • 48% þeirra sem kusu Vinstrihreyfinguna - græntframboð myndu kjósa flokkinn aftur en 30% fylgi færi yfir til Samfylkingar og 22% fylgi myndi dreifast á aðra flokka.

Heimild: Prósent



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×