Erlent

Braut sér leið út úr klefa eftir að hafa verið rænt

Árni Sæberg skrifar
Konunni var haldið í klefa sem Zuberi hafði útbúið heima hjá sér.
Konunni var haldið í klefa sem Zuberi hafði útbúið heima hjá sér. Alríkislögregla Bandaríkjanna

Alríkislögreglu Bandaríkjanna grunar að kona hafi bjargað kynsystrum sínum frá raðkynferðisafbrotamanni og mannræningja, með því að ná að brjóta sér leið út úr klefa á heimili mannsins. Hann er grunaður um kynferðisbrot í fimm ríkjum Bandaríkjanna.

Negasi Zuberi, karlmaður á þrítugsaldri, þóttist vera lögreglumaður þegar hann rændi konunni í Seattle fyrir þremur vikum. Eftir að hafa bundið konuna á höndum og fótum flutti hann hana að heimili sínu í borginni Klamath Falls í Oregon-ríki, sem er í mörg hundruð kílómetra fjarlægð frá Seattle.

Hann er sagður hafa stöðvað á leiðinni til þess að brjóta kynferðislega á konunni.

Negasi Zuberi er grunaður um fjölmörg kynferðisbrot.Claire Rush/AP

„Þessari konu var rænt, nauðgað og hún læst inni í klefa úr múrsteinum. Lögreglan segir að hún hafi barið veggi klefans með berum höndum þar til að fór að blæða úr höndum hennar. Snögg viðbrögð hennar og lífsvilji gætu hafa bjargað örðum konum frá sambærilegri martröð,“ segir Stephanie Shark, aðstoðaryfirlögregluþjón alríkislögreglunnar í Portland, í fréttatilkynningu.

Hafði gert gátlista fyrir mannrán

Í frétt AP segir að konunni hafi tekist að brjótast úr úr klefanum og þaðan inn í bíl Zuberis þar sem hún náði byssu hans. Þá hafi hún yfirgefið heimili hans alblóðug og náð athygli vegfaranda, sem hringdi á lögreglu.

Zuberi var handtekinn daginn, þann 16. júlí síðastliðinn, á bílaplani við stórverslun í borginni Reno í Nevada. Hann var þar ásamt konu sinni og ungu barni. Við leit á heimili fjölskyldunnar fundust handskrifuð skjöl þar sem Zuberi hafi skrásett einhvers konar áætlun. 

Meðal þess sem hann skrifaði hjá sér var að muna að sjá til þess að konur sem hann rændi ættu ekki fjölskyldur.

Hann hefur verið ákærður mannrán og að hafa flutt konuna milli ríkja með það í huga að brjóta kynferðislega á henni. Hann gæti átt yfir höfði sér lífstíðarfangelsi vegna brota sinna. Þá er hann grunaður um að hafa brotið gegn minnst fjórum konum með sambærilegum hætti.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×