Innlent

Hnífa­maðurinn enn laus meira en mánuði síðar

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Maðurinn er enn ófundinn.
Maðurinn er enn ófundinn. Vísir/Vilhelm

Maður sem stakk annan mann á Lauga­vegi í mið­­borg Reykja­víkur að­fara­nótt þriðju­dagsins 4. júlí síðast­liðinn er enn ó­­fundinn. Lög­regla segir það ó­­­venju­­legt.

Ei­ríkur Val­berg, lög­reglu­full­trúi mið­lægrar rann­sóknar­deildar lög­reglunnar á höfuð­borgar­svæðinu, segir í sam­tali við Vísi að maðurinn hafi enn ekki fundist.

Maðurinn stakk annan á Lauga­veginum í mið­borg Reykja­víkur. Sá sem varð fyrir á­rásinni var fluttur á gjör­gæslu­deild Land­spítalans eftir á­rásina. Ei­ríkur segir hann hafa náð sér.

Spurður hvað það þýðir segir Ei­ríkur að málið verði rann­sakað á­fram. „Við rann­sökum málið eins og við getum. En það er hugsan­legt að það upp­lýsist ekki. En við gerum það sem við getum.“

Er það al­gengt að á­rásar­menn finnist ekki?

„Nei. Það er al­gjör undan­tekning að það gerist þannig. Ég man ekki eftir öðru slíku máli í seinni tíð.“

Er á­rásar­maðurinn talinn hættu­legur?

„Nei. Við höfum þær upp­lýsingar ekki undir höndum hjá okkur.“


Tengdar fréttir

Gengur laus eftir hnífs­tungu­á­rás í nótt

Lög­reglunni á höfuð­borgar­svæðinu hefur ekki tekist að hafa uppi á manni sem grunaður er um að hafa stungið mann með egg­vopni í mið­bæ Reykja­víkur í nótt.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×