Innlent

Blindaðist af sól og klessti á ljósa­staur

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Þegar sól er lágt á lofti getur hún blindað ökumenn í umferðinni. Það henti einn ökumann í gær.
Þegar sól er lágt á lofti getur hún blindað ökumenn í umferðinni. Það henti einn ökumann í gær. Vísir/Vilhelm

Það var heldur rólegt hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu ef marka má dagbók lögreglu fyrir gærkvöldið og nóttina. Nokkur mál komu upp vegna aksturs undir áhrifum fíkniefna og voru tveir kærðir fyrir að aka réttindalausir.

Þá varð umferðaróhapp í austurborg Reykjavíkur þegar ökumaður bifreiðar blindaðist af sólinni og ók á ljósastaur. Tjón varð á bæði bifreiðinni og ljósastaurnum og fann ökumaður fyrir minniháttar meiðslum eftir óhappið.

Á lögreglustöð tvö sem nær yfir Hafnarfjörð og Garðabæ var tilkynnt um innbrot í skóla. Engar frekari upplýsingar eru um málið nema að það er í rannsókn. Þar komu einnig upp þrjú mál vegna aksturs undir áhrifum fíkniefna. Tveir ökumannanna voru einnig kærðir fyrir að aka án gildra ökuréttinda.

Þá greinir lögreglan frá því að ökumaður rafhlaupahjóls hafi slasast eftir að hafa fallið af hjólinu. Hann er grunaður um að hafa ekið hlaupahjólinu yfir leyfilegum hámarkshraða slíkra tækja.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×