Fótbolti

Viðræður Maguire við West Ham sigla í strand

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Það gengur illa hjá Harry Maguire að koma sér frá Manchester United til West Ham.
Það gengur illa hjá Harry Maguire að koma sér frá Manchester United til West Ham. Tim Clayton/Corbis via Getty Images

Viðræður Harry Maguire við West Ham um að leikmaðurinn gangi í raðir félagsins frá Manchester United áður en félagsskiptaglugginn í Evrópu lokar virðast hafa siglt í strand.

West Ham komst að samkomulagi við Manchester United fyrr í sumar um að félagið myndi greiða 30 milljónir punda [um fimm milljarðar króna] fyrir varnarmanninn. Þá hafði félagið einnig náð samkomulagi við leikmanninn sjálfan um kaup og kjör og því virtist ekkert vera því til fyrirstöðu að Maguire gæti gengið í raðir Lundúnaliðsins.

Maguire hefur hins vegar ekki náð að semja við Manchester United um óuppgerðar greiðslur og forráðamenn West Ham eru farnir að þreytast á biðinni. Samkvæmt umfjöllun The Guardian um málið er Maguire sagður vilja um sjö milljónir punda fá United.

Þrátt fyrir að viðræðurnar hafi siglt í strand á þessum tímapunkti er þó ekki útilokað að þráðurinn verði tekinn upp á ný á næstu dögum. Eins og staðan er núna er West Ham þó í leit að miðverði og félagið er farið að velta fyrir sér öðrum möguleikum en Harry Maguire.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×