Fótbolti

Arnór Ingvi lagði upp í tapi gegn topp­liðinu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Stoðsending Arnórs Ingva dugði ekki til.
Stoðsending Arnórs Ingva dugði ekki til. Norrköping

Íslendingliðið Elfsborg, sem er jafnframt toppliðið í Svíþjóð, vann Norrköping, annað Íslendingalið, þegar liðin mættust í kvöld. Þá kom Íslendingur við sögu í tapi Sirius gegn Malmö.

Arnór Ingvi var í byrjunarliði Norrköping sem sótti Elfsborg heim. Í byrjunarliði heimamanna voru þeir Hákon Rafn Valdimarsson, Andri Fannar Baldursson og Sveinn Aron Guðjohnsen. Staðan var 2-0 Elfsborg í vil þegar Sveinn Aron var tekinn af velli á 55. mínútu.

Skömmu síðar var hún orðin 3-0 og brekkan brött fyrir Norrköping. Gestirnir minnkuðu muninn skömmu síðar og á 83. mínútu lagði Arnór Ingvi upp mark. Staðan 3-2 og mikil spenna það sem eftir lifði leiks.

Heimamenn héldu hins vegar út og unnu mikilvægan sigur, lokatölur 3-2. Ari Freyr Skúlason og Ísak Andri Sigurgeirsson sátu allan tímann á varamannabekk Norrköping. Þá kom Aron Bjarnason inn af varamannabekk Sirius sem tapaði 1-3 fyrir Malmö. Óli Valur Ómarsson sat allan tímann á bekknum hjá Sirius en Daníel Tristan Guðjohnsen var fjarri vegna meiðsla hjá Malmö.

Elfsborg er á toppi deildarinnar með 48 stig að lokinni 21. umferð. Malmö er í 2. sæti með 45 stig, Norrköping er í 5. sæti með 34 stig oá meðan Sirius er í 14. sæti með 20 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×