Fótbolti

Haaland valinn bestur í ensku úrvalsdeildinni

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Erling Braut Haaland var besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili.
Erling Braut Haaland var besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili. Robbie Jay Barratt - AMA/Getty Images

Norski framherjinn Erling Braut Haaland var í dag valinn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili.

Haaland átti algjörlega frábært tímabil þegar hann skoraði 36 mörk í 38 leikjum fyrir Englandsmeistara Manchester City, sem er met.

Haaland kom eins og stormsveipur inn í ensku úrvalsdeildina og virtist ekkert geta stöðvað hann í markaskorun á leið City í átt að enska meistaratitlinum.

Norðmaðurinn var einnig tilnefndur sem besti ungi leikmaður deildarinnar, enda aðeins 23 ára gamall, en það var Bukayo Saka, leikmaður Arsenal, sem hreppti þau verðlaun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×