Tillögur að breyttri stjórnarskrá: Alþingismenn staðfesti ekki endanlega eigin kjörbréf Árni Sæberg skrifar 15. september 2023 11:27 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fól hópi sérfræðinga að leggja til tillögur að breytingum á stjórnarskrá. Stöð 2/Ívar Fannar Greinargerðum sérfræðinga sem forsætisráðherra fól að taka saman um kafla stjórnarskrárinnar sem fjalla um Alþingi, dómstóla og mannréttindi hefur nú verið skilað til forsætisráðuneytisins. Eitt helsta nýmælið sem lagt er til er að stjórnmálasamtök og frambjóðendur geti kært ákvörðun Alþingis um gildi kosninga til Hæstaréttar. Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að vinna sérfræðinganna sé liður í heildaráætlun um endurskoðun stjórnarskrárinnar á tveimur kjörtímabilum sem hófst árið 2018 og í samræmi við áform sem fram koma í stjórnarsáttmála. Þórður Bogason hæstaréttarlögmaður hafi unnið greinargerð um IV. kafla stjórnarskrárinnar, sem fjallar um Alþingi. Eitt helsta nýmælið sem hann leggur til sé að stjórnmálasamtök og frambjóðendur geti kært ákvörðun Alþingis um gildi kosninga til Hæstaréttar. Nú sé staðan sú að Alþingi úrskurðar sjálft um gildi alþingiskosninga. Þá sé lagt til að sérstök ákvæði verði sett um ríkisendurskoðanda og umboðsmann Alþingis og að frumvörp falli niður við lok kjörtímabils en ekki hvers þings að vori. Eftirlitshlutverk dómstóla verði skerpt Hafsteinn Þór Hauksson, dósent við lagadeild Háskóla Íslands, hafi unnið greinargerð um V. kafla stjórnarskrárinnar, sem fjallar um dómstóla. Hann leggi til að hnykkt sé á sjálfstæði dómsvaldsins þannig að í almennri löggjöf skuli mælt fyrir um dómstig og fjölda dómara og áréttað í stjórnarskrá að Hæstiréttur sé æðsti dómstóll ríkisins. Einnig séu lagðar til breytingar sem miða að því að skerpa eftirlitshlutverk dómsvalds gagnvart framkvæmdavaldi og löggjafarvaldi. Loks sé lögð til breyting varðandi eftirlaunaréttindi hæstaréttardómara. Auðlindar nýttar á sjálfbæran hátt Loks hafi Róbert Spanó, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands og fyrrverandi forseti Mannréttindadómstóls Evrópu, og Valgerður Sólnes, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, unnið greinargerð um mannréttindakafla stjórnarskrárinnar. Þar segi meðal annars að gildandi mannréttindaákvæði stjórnarskrárinnar hafi staðist tímans tönn. Hins vegar hafi umræða um mannréttindi á undanförnum þremur áratugum eða svo þróast í átt til aukinnar viðurkenningar réttinda sem hópar eða samfélög geti átt tilkall til. Sé þar sérstaklega horft til tengsla mannsins við umhverfi og náttúru. Þannig séu í greinargerðinni lagðar til breytingar sem varða auðlindir, umhverfi og eignarétt. Í því felist breytingar á frumvarpi því sem forsætisráðherra hafði flutt á á Alþingi fyrir síðustu kosningar. Snúi þær meðal annars að því auðlindir skuli nýttar á sjálfbæran og hagkvæman hátt til hagsbótar landsmönnum öllum og tiltekinni einföldun á umhverfisverndarákvæðinu. Einnig leggi sérfræðingarnir til að bundin verði í stjórnaskrá og bætt við eignarréttarákvæðið meginreglu um að eignarréttur verði ekki skertur nema í almannaþágu og á grundvelli lagaheimildar. Þá sé lagt til að ný ákvæði um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga komi í stjórnarskrá í ljósi þróunar í upplýsingatækni. Leitast eftir þverpólitískri sátt Loks segir að í samræmi við áætlun um heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar muni forsætisráðherra leita samstarfs við fræðasamfélagið og aðra um umræðu og umfjöllun um tillögurnar. Þá muni forsætisráðherra kanna hljómgrunn hjá öðrum formönnum stjórnmálaflokkanna fyrir því að standa saman að tillögum um breytingar á stjórnarskránni. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kveðst vera bjartsýn á að formenn flokka á þingi muni geta komið sér saman um breytingar á stjórnarskránni. „Markmið mitt að setja saman samtal með formönnum allra stjórnmálaflokka um áramót og kanna hvort við getum náð saman um breytingar á stjórnarskrá,“ segir Katrín í samtali við fréttastofu. Eins og fram hefur komið hefur greinargerðum sérfræðinga um kafla stjórnarskrárinnar um Alþingi, dómstóla og mannréttindi verið skilað til forsætisráðuneytisins. Katrín segist ætla að stuðla að því að samtal muni eiga sér stað í samfélaginu, við fræðasamfélagið, félagasamtök og á vettavangi stjórnmálanna um þær tillögur sem lagðar eru fram í greinargerðinni. Að það muni eiga sér opin umræða um þær í haust. „Mér finnst þetta gríðarlega vönduð vinna og ég tel að það sé gríðarlega mikilvægt að við í stjórmmálum, að það skiptir máli að það sé sem breiðust samstaða um þær.“ Hversu langt erum við frá breyttri stjórnarskrá? „Ég er nú alltaf gríðarlega bjartsýn og hef þá einnlægu sannfæringu að það sé mikilvægt að gerðar verði ákveðnar breytingar á stjórnarskrá,“ segir Katrín og nefnir umhverfis-og auðlindamál í því samhengi. „Ég ætla leyfa mér að vera bjartsýn. Ég hef upplýst formenn allra flokka um þessa vinnu og sendi þeim þessa greinargerð í vikunni. Allir þessir formenn eru tilbúnir i að nalgast verkefnið á nýjan leik.“ Stjórnarskrá Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Innlent Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Fleiri fréttir Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Á ekki von á að þeim fjölgi sem þurfi innlögn vegna E.coli Fækka áramótabrennum í Reykjavík um fjórar Þau skipa framboðslista Pírata í kosningunum Bein útsending: Vítt og breitt um almannavarnamál „Þegar þú liggur yfir þessu dag og nótt þá byrjar þú að þekkja þá“ Máttu ekki hvetja hlunnfarið starfsfólk til að hætta Sjá meira
Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að vinna sérfræðinganna sé liður í heildaráætlun um endurskoðun stjórnarskrárinnar á tveimur kjörtímabilum sem hófst árið 2018 og í samræmi við áform sem fram koma í stjórnarsáttmála. Þórður Bogason hæstaréttarlögmaður hafi unnið greinargerð um IV. kafla stjórnarskrárinnar, sem fjallar um Alþingi. Eitt helsta nýmælið sem hann leggur til sé að stjórnmálasamtök og frambjóðendur geti kært ákvörðun Alþingis um gildi kosninga til Hæstaréttar. Nú sé staðan sú að Alþingi úrskurðar sjálft um gildi alþingiskosninga. Þá sé lagt til að sérstök ákvæði verði sett um ríkisendurskoðanda og umboðsmann Alþingis og að frumvörp falli niður við lok kjörtímabils en ekki hvers þings að vori. Eftirlitshlutverk dómstóla verði skerpt Hafsteinn Þór Hauksson, dósent við lagadeild Háskóla Íslands, hafi unnið greinargerð um V. kafla stjórnarskrárinnar, sem fjallar um dómstóla. Hann leggi til að hnykkt sé á sjálfstæði dómsvaldsins þannig að í almennri löggjöf skuli mælt fyrir um dómstig og fjölda dómara og áréttað í stjórnarskrá að Hæstiréttur sé æðsti dómstóll ríkisins. Einnig séu lagðar til breytingar sem miða að því að skerpa eftirlitshlutverk dómsvalds gagnvart framkvæmdavaldi og löggjafarvaldi. Loks sé lögð til breyting varðandi eftirlaunaréttindi hæstaréttardómara. Auðlindar nýttar á sjálfbæran hátt Loks hafi Róbert Spanó, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands og fyrrverandi forseti Mannréttindadómstóls Evrópu, og Valgerður Sólnes, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, unnið greinargerð um mannréttindakafla stjórnarskrárinnar. Þar segi meðal annars að gildandi mannréttindaákvæði stjórnarskrárinnar hafi staðist tímans tönn. Hins vegar hafi umræða um mannréttindi á undanförnum þremur áratugum eða svo þróast í átt til aukinnar viðurkenningar réttinda sem hópar eða samfélög geti átt tilkall til. Sé þar sérstaklega horft til tengsla mannsins við umhverfi og náttúru. Þannig séu í greinargerðinni lagðar til breytingar sem varða auðlindir, umhverfi og eignarétt. Í því felist breytingar á frumvarpi því sem forsætisráðherra hafði flutt á á Alþingi fyrir síðustu kosningar. Snúi þær meðal annars að því auðlindir skuli nýttar á sjálfbæran og hagkvæman hátt til hagsbótar landsmönnum öllum og tiltekinni einföldun á umhverfisverndarákvæðinu. Einnig leggi sérfræðingarnir til að bundin verði í stjórnaskrá og bætt við eignarréttarákvæðið meginreglu um að eignarréttur verði ekki skertur nema í almannaþágu og á grundvelli lagaheimildar. Þá sé lagt til að ný ákvæði um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga komi í stjórnarskrá í ljósi þróunar í upplýsingatækni. Leitast eftir þverpólitískri sátt Loks segir að í samræmi við áætlun um heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar muni forsætisráðherra leita samstarfs við fræðasamfélagið og aðra um umræðu og umfjöllun um tillögurnar. Þá muni forsætisráðherra kanna hljómgrunn hjá öðrum formönnum stjórnmálaflokkanna fyrir því að standa saman að tillögum um breytingar á stjórnarskránni. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kveðst vera bjartsýn á að formenn flokka á þingi muni geta komið sér saman um breytingar á stjórnarskránni. „Markmið mitt að setja saman samtal með formönnum allra stjórnmálaflokka um áramót og kanna hvort við getum náð saman um breytingar á stjórnarskrá,“ segir Katrín í samtali við fréttastofu. Eins og fram hefur komið hefur greinargerðum sérfræðinga um kafla stjórnarskrárinnar um Alþingi, dómstóla og mannréttindi verið skilað til forsætisráðuneytisins. Katrín segist ætla að stuðla að því að samtal muni eiga sér stað í samfélaginu, við fræðasamfélagið, félagasamtök og á vettavangi stjórnmálanna um þær tillögur sem lagðar eru fram í greinargerðinni. Að það muni eiga sér opin umræða um þær í haust. „Mér finnst þetta gríðarlega vönduð vinna og ég tel að það sé gríðarlega mikilvægt að við í stjórmmálum, að það skiptir máli að það sé sem breiðust samstaða um þær.“ Hversu langt erum við frá breyttri stjórnarskrá? „Ég er nú alltaf gríðarlega bjartsýn og hef þá einnlægu sannfæringu að það sé mikilvægt að gerðar verði ákveðnar breytingar á stjórnarskrá,“ segir Katrín og nefnir umhverfis-og auðlindamál í því samhengi. „Ég ætla leyfa mér að vera bjartsýn. Ég hef upplýst formenn allra flokka um þessa vinnu og sendi þeim þessa greinargerð í vikunni. Allir þessir formenn eru tilbúnir i að nalgast verkefnið á nýjan leik.“
Stjórnarskrá Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Innlent Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Fleiri fréttir Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Á ekki von á að þeim fjölgi sem þurfi innlögn vegna E.coli Fækka áramótabrennum í Reykjavík um fjórar Þau skipa framboðslista Pírata í kosningunum Bein útsending: Vítt og breitt um almannavarnamál „Þegar þú liggur yfir þessu dag og nótt þá byrjar þú að þekkja þá“ Máttu ekki hvetja hlunnfarið starfsfólk til að hætta Sjá meira