Fótbolti

Ítreka að verk­fallið standi þó þær hafi verið valdar í komandi verk­efni

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Spænsku landsliðskonurnar hafa varla fengið að njóta þess að vera ríkjandi heimsmeistarar.
Spænsku landsliðskonurnar hafa varla fengið að njóta þess að vera ríkjandi heimsmeistarar. Julieta Ferrario/Getty Images

Landsliðshópur spænska kvennalandsliðsins í knattspyrnu fyrir komandi verkefni inniheldur fimmtán leikmenn sem hafa gefið út að þær séu í verkfalli vegna vinnubragða spænska knattspyrnusambandsins. Þær ítreka að þær séu í verkfalli og muni ekki spila.

Upphaflega frestað spænska knattspyrnusambandið að tilkynna hópinn fyrir komandi leiki í Þjóðadeildinni. Alls hafa 39 leikmenn, þar af 21 af þeim 23 sem tóku þátt á HM staðfest að þær séu í verkfalli eftir að Luis Rubiales, fráfarandi forseti spænska sambandsins, kyssti Jenni Hermoso óumbeðinn á munninn eftir að Spánn sigraði England 1-0 í úrslitaleik HM fyrr í sumar.

Fimmtán þeirra voru valdar í komandi verkefni gegn Svíþjóð og Sviss. Þær ítreka að verkfallið haldi áfram þangað til breytingar verði gerðar og leikmönnum líður að þær séu á öruggum stað þegar þær eru með landsliðinu. 

Alexia Putellas, ein besta knattspyrnukona heims, var meðal þeirra 15 sem eru í verkfalli en voru samt sem áður boðaðar í komandi verkefni.

Landsliðskonurnar hafa því þurft að ítreka að þær séu í verkfalli sem og að þeim þyki leitt að þær hafi verið settar í stöðu sem þær vildu aldrei vera í. Þá staðfestu þær að skoðaður verði lagalegar flækjur þess að vera boðaðar í verkefni eftir að hafa tekið skýrt fram að viðkomandi gæfi ekki kost á sér.

Upprunalega átti Montse Tome, núverandi landsliðsþjálfari Spánar, að tilkynna hóp sinn á föstudag en vegna verkfallsins var því frestað til mánudags. Tome tók við af Jorge Vilda sem var látinn fara fyrr í þessum mánuði. 

Tome starfaði lengi vel aðstoðarkona Vilda og er fyrsta konan til að vera aðalþjálfari spænska kvennalandsliðsins í fótbolta. Hennar fyrsta verkefni er verðugt en sem stendur nær Spánn varla í lið vegna verkfallsins og það styttist í leikinn gegn Svíþjóð sem fram fer í Gautaborg á föstudaginn kemur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×