Innlent

Björgunar­sveitin kölluð út vegna barna í felu­leik

Bjarki Sigurðsson skrifar
Leikskólinn Skerjagarður stendur við Bauganes í Skerjafirðinum.
Leikskólinn Skerjagarður stendur við Bauganes í Skerjafirðinum. Reykjavíkurborg

Björgunarsveitir voru kallaðar út við leikskóla í Skerjafirði í Reykjavík eftir að tvö börn fundust ekki. Reyndust þau vera í feluleik í útikennslu á nærliggjandi leikvelli.

Að sögn Jóns Þórs Víglundssonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar, voru það hárrétt viðbrögð hjá starfsmönnum leikskólans að kalla eftir aðstoð. Sem betur fer hafi þeir þó ekki þurft á henni að halda. 

„Mér sýnist að þau hafi falið sig í runna og væntanlega skemmt sér konunglega yfir því sem var í gangi. Þannig það fór vel, sem betur fer,“ segir Jón Þór.

Sóldís Harðardóttir þakkar öllum sem tóku þátt í leitinni að stelpunum tveimur.

„Það er ekki við neinn að sakast, það fór rétt ferli í gang. Það var útikennsla á skógarróló og þær földu sig en gott að allt fór vel,“ segir Sóldís í íbúahópnum Skerjafjörður á Facebook.

Fréttin hefur verið uppfærð.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×