Sport

Ómar Ingi markahæstur í stórsigri Madgeburg

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Ómar Ingi Magnússon í leik með Madgeburg.
Ómar Ingi Magnússon í leik með Madgeburg.

Madgeburg nældi sér í sinn fyrsta sigur í Meistaradeildinni á þessu tímabili þegar liðið lagði RK Celje 39-23 af velli. Ómar Ingi var markahæstur í sigurliðinu með átta mörk. 

Bæði lið höfðu tapað fyrstu tveimur leikjum sínum fyrir þennan í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Evrópumeistarar Madgeburg töpuðu með fimm mörkum fyrir Veszprém og steinlágu svo fyrir Barcelona í 12 marka tapi í síðustu umferð. Það vakti athygli hversu fáir mættu á þann leik. 

Eftir erfiða byrjun í Meistaradeildinni á þessu tímabili voru Madgeburg algjörlega við stjórnvölinn frá upphafi til enda í dag. Gestirnir áttu ágætis kafla um miðjan fyrri hálfleik og tókst að jafna leikinn 8-8 en heimamenn voru ekki að lengi að stöðva það og leiddu með sjö mörkum í hálfleik. 

Íslendingarnir tveir í liði Madgeburg spiluðu báðir í dag. Janus Daði Smárason stal einni sendingu og gaf tvær stoðsendingar en tókst sjálfum ekki að skora mark. Ómar Ingi Magnússon var markahæstur í liði Madgeburg með fullkoma nýtingu, átta mörk úr jafnmörgum skotum.  


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×