Sport

Pavel: Umhverfið hjálpaði okkur

Andri Már Eggertsson skrifar
Pavel Ermolinskij, þjálfari Tindastóls, á hliðarlínunni í leik kvöldsins
Pavel Ermolinskij, þjálfari Tindastóls, á hliðarlínunni í leik kvöldsins Vísir/Hulda Margrét

Pavel Ermolinskij, þjálfari Tindastóls, var afar ánægður með sigurinn og þá sérstaklega varnarleikinn.

„Það var frábært að sjá svona stemmningu í fyrsta leik. Þetta var góður leikur og þeir sem vilja kafa í sóknarleik liðana ættu frekar að skoða varnarleikinn því vörn beggja liða stýrði því að það var lítið skorað í leiknum,“ sagði Pavel eftir leik

Pavel var afar ánægður með byrjun Tindastóls þar sem gestirnir gerðu fyrstu níu stigin.

„Ég held í alvöru að þetta umhverfi hafi hjálpað okkur mikið. Við erum tilfinningaríkt lið og stólum mikið á umhverfið sem við erum í og ef að andstæðingurinn getur boðið upp á svona umhverfi þá kveikir það í okkur.“

Pavel taldi sig ekki hafa lesið sókn heimamanna þegar að Haukur Helgi Pálsson tók þriggja stiga skot og reyndi að jafna leikinn.

„Ég er ekki svo klár að hafa náð að lesa þeirra sókn. Einhver átti að vera opinn og það er hægt að giska á það hver ætti að fá skotið. Í svona augnabliki geriru þitt besta og vonar það besta.“

Tindastóll var með 17 tapaða bolta og Pavel hrósaði varnarleik heimamanna. 

„Þeir spiluðu góða vörn. Sóknarleikur sem er stutt á leið komin sem þýðir að það eru leikmenn að koma sér inn í okkar skipulag,“ sagði Pavel að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×