Íslenski boltinn

Meistararnir vilja fá markakónginn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Emil Atlason fagnar einu sautján marka sinna í Bestu deildinni á síðasta tímabili.
Emil Atlason fagnar einu sautján marka sinna í Bestu deildinni á síðasta tímabili. vísir/anton

Íslands- og bikarmeistarar Víkings vilja fá Emil Atlason, markakóng Bestu deildarinnar, í sínar raðir fyrir næsta tímabil.

Þetta kom fram í Gula spjaldinu, hlaðvarpsþætti Alberts Ingasonar.

Emil skoraði sautján mörk í 21 leik fyrir Stjörnuna á nýafstöðnu tímabili og var markahæstur í Bestu deildinni.

Emil hefur verið sérlega öflugur fyrir Stjörnuna undanfarin tvö ár og skorað samtals 28 mörk í fjörutíu deildarleikjum.

Víkingur varð Íslandsmeistari með miklum yfirburðum og vann Mjólkurbikarinn fjórða sinn í röð á nýafstöðnu tímabili. Víkingar ætla ekki að slá slöku við og vilja fá Emil til sín.

Auk Stjörnunnar hefur Emil leikið með KR, Val, Þrótti og FH.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×