Fótbolti

Svona var fundurinn hjá Þorsteini og Glódísi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Glódís Perla Viggósdóttir er fyrirliði íslenska liðsins.
Glódís Perla Viggósdóttir er fyrirliði íslenska liðsins. Vísir/Vilhelm

Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mætir Danmörku á Laugardalsvellinum annað kvöld. Þjálfari og fyrirliði liðsins hittu fjölmiðla daginn fyrir leik.

Þetta er þriðji leikur íslenska liðsins í Þjóðadeildinni og annar af tveimur heimaleikjum liðsins á næstu dögum.

Danska landsliðið hefur unnið báða leiki sína í riðlinum en íslenska liðið er með einn sigur í tveimur leikjum. Sá sigur kom á móti Wales í fyrsta heimaleik íslenska liðsins.

Eftir skell á móti Þjóðverjum í síðasta leik er pressa á íslensku stelpunum að gera betur í næsta leik en verkefnið er þó af erfiðari gerðinni enda unnu dönsku stelpurnar Þjóðverja í fyrsta leik sínum í keppninni.

Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari og Glódís Perla Viggósdóttir landsliðsfyrirliði ræddu við fjölmiðlamenn og má sjá útsendingu frá fundinum hér fyrir neðan.

Klippa: Blaðamannafundur KSÍ



Fleiri fréttir

Sjá meira


×