Körfubolti

Nýliðarnir unnu óvæntan sigur gegn bikarmeisturunum

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Madison Sutton skoraði 23 stig fyrir Þór og tók 16 fráköst.
Madison Sutton skoraði 23 stig fyrir Þór og tók 16 fráköst. Vísir/Vilhelm

Nýliðar Þórs frá Akureyri gerðu sér lítið fyrir og unnu óvæntan fimm stiga sigur er liðið tóka á móti bikarmeisturum Hauka í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld, 74-69.

Gestirnir frá Hafnarfirði byrjuðu leikinn mun betur og leiddu með 14 stigum að loknum fyrsta leikhluta, 23-9. Heimakonur snéru taflinu þó við og unnu alla þrjá leikhlutana sem eftir voru.

Það voru því nýliðar Þórs sem unnu óvæntan fimm stiga sigur, 74-69.

Madison Sutton átti stórleik fyrir Þórsara í kvöld, en hún skoraði 23 stig og tók 16 fráköst. Lore Devos átti einnig stórgóðan leik og skoraði 21 stig, ásamt því að taka átta fráköst.

Tinna Guðrún Al­ex­and­ers­dótt­ir var atkvæðamest í liði Hauka og skoraði 19 stig. Keira Robin­son skoraði 18, tók 16 frá­köst og gaf níu stoðsend­ing­ar.

Á sama tíma vann Stjarnan öruggan 29 stiga sigur gegn Breiðabliki, 85-56. Stjörnukonur höfðu yfirhöndina frá upphafi til enda og var sigur þeirra aldrei í hættu.

Að lokum vann Valur öruggan tuttugu stiga sigur gegn Snæfellingum, 75-55. Valskonur leiddu með átta stigum í hálfleik og juku forskot sitt jafnt og þétt í síðari hálfleik.

Lindsey Pulliam skoraði 32 stig fyrir Val, ásamt því að taka 12 fráköst og Hild­ur Björg Kjart­ans­dótt­ir skoraði 13 stig og tók 13 frá­köst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×