Innlent

Meiri­háttar líkams­á­rás og fjórir hand­teknir fyrir húsbrot

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Lögregla segir málið vera í rannsókn.
Lögregla segir málið vera í rannsókn. Vísir/Vilhelm

Lögreglu barst tilkynning um meiriháttar líkamsárás í póstnúmerinu 113 rétt fyrir klukkan fimm í morgun. Í yfirliti lögreglu yfir verkefni næturinnar segir að málið sé í rannsókn.

Önnur tilkynning um líkamsárás barst um klukkan 21:30 í gærkvöldi, þar voru tveir handteknir og vistaðir í fangageymslu en meiðsl voru minniháttar. Þá voru fjórir einstaklingar handteknir í miðborginni vegna húsbrots og öll vistuð í fangageymslu.

Ein tilkynning barst um slys í miðborginni þar sem maður hafði dottið og slasað sig á höfði. Var hann fluttur á bráðamóttökuna til skoðunar. Þá barst önnur tilkynning um umferðarslys í Hafnarfirði þar sem ekið var á hjólreiðamann. Var hann sömuleiðis fluttur á bráðamóttöku til skoðunar.

Maður var handtekinn vegna húsbrots í póstnúmerinu 109 og þá var nokkuð um tilkynningar um veikindi og fólk í annarlegu ástandi þar sem aðstoðar lögreglu var þörf. Nokkrir voru stöðvaðir í umferðinni grunaðir um akstur undir áhrifum vímuefna.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×