Innlent

Í­búar heyrðu skot­hvelli í Úlfarsár­dal

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Málið er komið inn á borð miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu.
Málið er komið inn á borð miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu. Vísir/Vilhelm

Lögregla verst allra frétta af meiriháttar líkamsárás í Úlfarsárdal í nótt. Að sögn íbúa heyrðust skothvellir í hverfinu. Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð út vegna málsins.

Fram kom í dagbók lögreglu í morgun að henni hefði borist tilkynning um meiriháttar líkamsárás í póstnúmerinu 113 rétt fyrir klukkan fimm í morgun. Í yfirliti lögreglu yfir verkefni næturinnar sagði að málið sé í rannsókn.

Að sögn Valgarðs Valgarðssonar, aðalvarðstjóra hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, er málið komið á borð hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglu. Að öðru leyti vildi hann ekki tjá sig um málið en gat staðfest að málið væri alvarlegt.

Eiríkur Valberg, lögreglufulltrúi hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að lögregla geti engar upplýsingar gefið um málið að svo stöddu. Sérsveit hafi verið kölluð út.

Fréttastofu hefur borist ábendingar frá tveimur íbúum í Úlfarsárdal vegna málsins. Þeir voru sannfærðir um að hafa heyrt skothvelli í nótt.

Eiríkur segir að lögregla muni ekki staðfesta að skotvopni hafi verið beitt í hverfinu. Lögregla muni ekki tjá sig að neinu leyti um málið að svo stöddu vegna rannsóknarhagsmuna.

Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum um að sérsveit ríkislögreglustjóra hafi verið kölluð út.


Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is eða í tölvupósti á einstaka blaðamenn. Fullum trúnaði er heitið.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×