Innlent

Bein út­sending: Er þörf á breytingum á mann­réttinda­kafla stjórnar­skrárinnar?

Atli Ísleifsson skrifar
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flytur opnunarávarp málþingsins.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flytur opnunarávarp málþingsins. Vísir/Arnar

Forsætisráðuneytið stendur fyrir málþingi undir yfirskriftinni „Er þörf á breytingum á mannréttindakafla stjórnarskrárinnar?“ þar sem fjallað verður um greinargerð Róberts Spanó og Valgerðar Sólnesum hvort þörf sé á breytingum á mannréttindakafla stjórnarskrárinnar.

Málþingið er haldið í samvinnu við Háskóla Íslands, Háskólann í Reykjavík og Háskólann á Akureyri en það fer fram milli klukkan 15 og 16:30 í Háskólanum í Reykjavík í dag. Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinu streymi í spilaranum að neðan.

Á málþinginu verður fjallað um greinargerð Róberts Spanó, prófessors við lagadeild Háskóla Íslands og fv. forseta Mannréttindadómstóls Evrópu, og Valgerðar Sólnes, prófessors við lagadeild Háskóla Íslands, um hvort þörf sé á breytingum á mannréttindakafla stjórnarskrárinnar. Málþingið er það fyrsta af þremur sem haldin verða um efni greinargerða sérfræðinga sem forsætisráðherra fól að vinna um kafla stjórnarskrárinnar um mannréttindi, Alþingi og dómstóla.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flytur opnunarávarp og þau Róbert Spanó og Valgerður Sólnes munu fjalla um greinargerð sína um mannréttindakafla stjórnarskrárinnar. Þá munu Aðalheiður Jóhannsdóttir, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, Hörður Helgason héraðsdómslögmaður, Kári Hólmar Ragnarsson, lektor við lagadeild Háskóla Íslands og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata taka þátt í pallborðsumræðum. Fundarstjóri er Ragnhildur Helgadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík.

Hægt er að fylgjast með málþinginu í spilaranum að neðan. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×