Innlent

Hafa hand­tekið alla sjö sem taldir eru tengjast á­rásinni

Árni Sæberg skrifar
Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Stöð 2/Arnar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur handtekið sjö í tengslum við skotárásina í fjölbýli á Silfratjörn í Úlfarsárdal í Reykjavík í nótt. Það eru allir sem taldir eru hafa komið að árásinni

Þetta segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar, í samtali við Vísi. Hann segist eftir sem áður ekki geta tjáð sig nánar um grunaða aðild þeirra handteknu að árásinni.

Þegar rætt var við hann í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld höfðu þrír verið handteknir og því hafa fjórir bæst í hópinn frá klukkan 19 í kvöld.

Grímur segir að lögreglan hafi beitt „gamaldags lögregluvinnu“ við að það komast á snoðir um það hverjir voru viðriðnir árásina, upplýsinga hafi verið aflað með ýmsum hætti og þær greindar. 

Þá segir hann að þeir grunuðu hafi ekki verið yfirheyrðir. Það verði látið bíða morguns.

Líkt og greint hefur verið frá í dag særðist einn í skotárásinni en hann særðist ekki alvarlega. Hann hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi. Þá hafnaði skot í rúðu íbúðar fjölskyldu sem tengist málinu ekki. Íbúar í fjölbýlishúsinu hafa sagst vera í áfalli eftir árásina.

Fréttin var uppfærð klukkan 23:30.


Tengdar fréttir

Vaktin: Lögregla leitar logandi ljósi að byssumanni

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar byssumanns eftir að maður var skotinn fyrir utan fjölbýlishús í Silfratjörn í Úlfarsárdal í Reykjavík í nótt. Vísir fylgist með nýjustu vendingum í málinu.

Leita byssumanns eftir skotárás í Úlfarsárdal

Lögregla leitar byssumanns sem grunaður er um að hafa skotið karlmann við fjölbýlishús í Úlfarsárdal í nótt. Hinn særði er ekki í lífshættu. Mörg börn vöknuðu upp við skothvelli. Yfirlögregluþjónn segir vettvang árásarinnar hafa verið utandyra. Lögregla sé með aukið viðbragð vegna málsins til að tryggja öryggi almennings um borgina.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×