Körfubolti

Okeke út­skrifaður af sjúkra­húsi í dag

Siggeir Ævarsson skrifar
David Okeke á fleygiferð gegn Völsurum fyrr í vetur
David Okeke á fleygiferð gegn Völsurum fyrr í vetur Mynd/Anton

David Okeke, leikmaður Hauka í Subway-deild karla, sem fór í hjartastopp í leik liðsins gegn Tindastóli á fimmtudaginn virðist vera á batavegi en hann verður útskrifaður af sjúkrahúsi í dag.

Karfan.is greinir frá þessu en í frétt Körfunnar kemur fram að Okeke fái að fara heim af Landspítalanum í dag en bíði nánari niðurstaðna úr rannsóknum og munu hitta hjartasérfræðing á mánudaginn.

Okeke fékk tvöfalt hjartastopp í leiknum en gangráður hans gaf honum stuð í tvígang og komst hann til meðvitundar af sjálfsdáðum eftir fyrra hjartastoppið. Hann var fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri og síðan með sjúkraflugi til Reykjavíkur næsta morgun en fær að fara heim í dag.


Tengdar fréttir

Leikmaður Hauka hneig niður í miðjum leik

Leikmaður Hauka í körfuknattleik hneig niður í leik liðsins gegn Tindastól í Subway deild karla í gærkvöldi en leikurinn fór fram á Sauðárkróki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×