Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
hadegis23-3

Í hádegisfréttum fjöllum við áfram um palestínsku frændurna sem til stendur að senda úr landi til Grikklands. 

Fyrrverandi forstöðukona Fjölmenningarseturs segir mál þeirra fáránlegt og að þeirra bíði hræðilegar aðstæður í Grikklandi. 

Þá förum við yfir PISA könnunina sem greint var frá í morgun en niðurstöðurnar eru ekki sérstaklega góðar fyrir Ísland.

Einnig fjöllum við um deilur formanns VR við framkvæmdastjóra Gildis lífeyrissjóðs eftir mótmæli í höfuðstöðvum Gildis.

Í íþróttapakka dagsins verður síðan fjallað áfram um HM í handbolta en Íslandi mistókst í gær að komast í milliriðil. Einnig fjöllum við um Evrópumeistaramótið í sundi sem hófst í morgun þar sem Íslendingar taka þátt.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×