Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar hefjast á slaginu tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar hefjast á slaginu tólf.

Handtaka lögreglu á aðfangadag, landris við Svartsengi, biskupskjör og jólaverslun verða meðal umfjöllunarefna í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag.

Stöðvarstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir ekkert óeðlilegt við handtöku karlmanns á aðfangadag og að kynþáttur viðkomandi sé málinu óviðkomandi.

Enn mælist landris við Svartsengi og er enn metin töluverð hætta við Grindavík. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum ætlar ekki að breyta verklagi við lokunarpósta inn í Grindavík þrátt fyrir þjófnaði í bænum.

Gera má ráð fyrir að jólaveltan hafi verið svipuð nú og í fyrra, ef horft er á fjölda þeirra sem heimsóttu Kringluna og Smáralind og almenna tilfinningu verslunarmanna.

Fyrrverandi vígslubiskup á Hólum reiknar með að fleiri prestar verði tilnefndir í biskupskjöri en þeir tveir sem gefið hafa kost á sér til embættisins hingað til.

Þetta og fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan tólf.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×