Erlent

Lausir skrúf­boltar í vélum Boeing

Jón Þór Stefánsson skrifar
Stór hluti vélarinnar féll af henni.
Stór hluti vélarinnar féll af henni.

Skrúfboltar sem herða þurfti betur hafa fundist við skoðun á Boeing 737 Max 9 flugvélum. Flugfélagið United Airlines greinir frá þessu.

Þetta kemur í ljós í kjölfar þess að þil úr slíkri vél á vegum Alaska Airlines losnaði og féll til jarðar skömmu eftir flugtak síðastliðinn föstudag. Þilið endaði í bakgarði hjá kennara í Oregon-ríki Bandaríkjanna.

Í kjölfarið voru rúmlega 170 Boeing 737 Max 9 vélar kyrrsettar og teknar til skoðunar.

Því hefur verið haldið fram að vélarnar verði ekki teknar aftur til notkunar fyrr en gaumgæfileg athugun á festingum þiljanna hafi farið fram.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×