Enski boltinn

Segir að fagn Douglas Luiz gæti hafa kveikt í United

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Douglas Luiz fagnar fyrir framan Raphaël Varane.
Douglas Luiz fagnar fyrir framan Raphaël Varane. getty/Martin Rickett

Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, telur að fagnaðarlæti Douglas Luiz eftir að hann jafnaði fyrir Aston Villa í leik liðanna í gær gætu hafa kveikt í Rauðu djöflunum.

Luiz jafnaði fyrir Villa á 67. mínútu og fagnaði með því dansa fyrir framan Raphaël Varane. Þeim lenti svo saman eftir að Scott McTominay skoraði sigurmark United fjórum mínútum fyrir leikslok.

Eftir leikinn ýjaði Ten Hag að því að fagnaðarlæti Luiz hefðu kveikt neista hjá United-mönnum.

„Ég hef ekki skoðun á því. Ég hef ekki rætt við leikmennina. Kannski kveikti þetta í þeim. Ég veit það ekki,“ sagði Ten Hag. „Ég held að þetta sé ekki mikilvægt. Þetta snýst um okkur en ekki andstæðinginn.“

Sigurinn á Villa Park í gær var mikilvægur fyrir United í baráttunni um Meistaradeildarsæti. Liðið er í 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 41 stig.

United, sem hefur unnið þrjá deildarleiki í röð, mætir Luton Town í næsta leik sínum á sunnudaginn.


Tengdar fréttir

„Vitum að við þurfum að ná þeim“

Erik Ten Hag var afar sáttur með sigur Manchester United á Aston Villa í kvöld en sigurinn heldur liði United inni í baráttunni um sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×