Enski boltinn

Enginn tryggt liði sínu fleiri stig en McTominay

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Rasmus Hojlund stekkur á bakið á Scott McTominay eftir sigur Manchester United á Aston Villa á Villa Park.
Rasmus Hojlund stekkur á bakið á Scott McTominay eftir sigur Manchester United á Aston Villa á Villa Park. getty/James Gill

Scott McTominay hefur svo sannarlega reynst Manchester United vel í vetur og verið liðinu mikilvægur.

McTominay skoraði sigurmark United gegn Aston Villa, 1-2, í ensku úrvalsdeildinni í gær. Skotinn kom inn á sem varamaður á 73. mínútu og fjórum mínútum fyrir leikslok skoraði hann sigurmark Rauðu djöflanna með skalla eftir fyrirgjöf Diogos Dalot.

Þetta var sjöunda mark McTominays í ensku úrvalsdeildinni en mörkin hans hafa tryggt liðinu samtals tólf stig eins og fram kemur í útttekt The Athletic. Án marka McTominays væri United í 12. sæti deildarinnar.

Enginn leikmaður í ensku úrvalsdeildinni hefur tryggt liði sínu jafn mörg stig á tímabilinu og McTominay. Næstur kemur Son Heung-min en hann hefur tryggt Tottenham tíu stig með mörkunum sínum tólf í deildinni.

Fjögur af mörkunum sjö hefur McTominay skorað eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Hann skoraði tvö mörk í uppbótartíma þegar United sigraði Brentford, 2-1, í byrjun október og skoraði einnig í 3-4 sigrinum á Wolves 1. febrúar.

McTominay er markahæsti leikmaður United í ensku úrvalsdeildinni og næstmarkahæstur í öllum keppnum á eftir Rasmus Höjlund með átta mörk.


Tengdar fréttir

Segir að fagn Doulas Luiz gæti hafa kveikt í United

Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, telur að fagnaðarlæti Douglas Luiz eftir að hann jafnaði fyrir Aston Villa í leik liðanna í gær gætu hafa kveikt í Rauðu djöflunum.

„Vitum að við þurfum að ná þeim“

Erik Ten Hag var afar sáttur með sigur Manchester United á Aston Villa í kvöld en sigurinn heldur liði United inni í baráttunni um sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×