Enski boltinn

Meiðslin tóku sig upp aftur og Trent missir af úr­slita­leiknum

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Trent Alexander-Arnold er lykilmaður í liði Liverpool og varafyrirliði liðsins.
Trent Alexander-Arnold er lykilmaður í liði Liverpool og varafyrirliði liðsins. EPA-EFE/PETER POWELL EDITORIAL USE

Trent Alexander-Arnold, leikmaður Liverpool í ensku úrvalsdeildinni, verður frá keppni næstu misseri vegna meiðsla í hné sem tóku sig upp á ný og mun missa af úrslitaleik enska deildarbikarsins gegn Chelsea. 

Trent meiddist fyrst í leik gegn Arsenal í FA bikarnum þann 7. janúar og var frá í þrjár vikur. Hann sneri aftur á völlinn í næstu umferð FA bikarsins gegn Norwich City þann 28. janúar og hefur komið við sögu í öllum leikjum Liverpool síðan, en með takmarkaðan spiltíma. 

Í leik gegn Burnley síðustu helgi fann Trent svo fyrir verkjum og bað um skiptingu í hálfleik. Þá kom í ljós að liðböndin í hnénu greru ekki almennilega og meiðslin höfðu tekið sig upp á ný. Paul Joyce, blaðamaður The Times, greindi fyrstur frá. 

Enginn tímarammi er settur fyrir endurkomuna en reiknað er með því að Trent missi af næstu þremur leikjum Liverpool, að minnsta kosti. Liverpool á tvo leiki framundan í ensku úrvalsdeildinni gegn Brentford og Luton Town áður en þeir mæta Chelsea í úrslitaleik enska deildarbikarsins þann 25. febrúar. 


Tengdar fréttir

Ný stjarna að fæðast hjá Liver­pool

Liverpool náði aftur fimm stiga forskoti á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir góðan 4-1 sigur á Chelsea í kvöld. Hinn tvítugi Conor Bradley skoraði sitt fyrsta mark fyrir Liverpool í leiknum.

Salah byrjaður að æfa á ný

Liverpool stuðningsmenn geta glaðst yfir góðum fréttum úr herbúðum liðsins því Mohamed Salah er byrjaður að æfa á ný.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×