Enski boltinn

Ný­hættur að spila og orðinn hluti af þjálfara­hring­ekju Wat­ford

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Kom í gegnum akademíu Manchester United en yfirgaf félagið endanlega 2015.
Kom í gegnum akademíu Manchester United en yfirgaf félagið endanlega 2015. Vísir/Getty Images

Hinn 35 ára gamli Tom Cleverley, sem hóf knattspyrnuferilinn með Manchester United, er orðinn bráðabirgðaþjálfari enska B-deildarliðsins Watford. Hann er 11. þjálfari liðsins á síðustu fjórum árum.

Það er ávallt mikið líf og fjör í kringum Watford. Hinn goðsagnakenndi Elton John styður liðið, Íslendingar á borð við Heiðar Helguson og Jóhann Birni Guðmundsson hafa spilað með liðinu. Það sem hefur hins vegar vakið mesta athygli undanfarin misseri en að það virðist vera nýr maður í brúnni í hverjum leik.

Fyrir rétt rúmum tveimur árum var Ítalinn Claudio Ranieri látinn fara sem þjálfari liðsins. Hann var 15 þjálfari ársins á undanförnum 10 árum. Síðan þá hafa fimm menn stýrt liðinu og allir fengið sparkið fyrr heldur en síðar.

Valérien Ismaël var sá fimmti en hann var rekinn nú um helgina eftir að Watford tapaði 1-2 á heimavelli gegn Coventry City. Um var að ræða þriðja tap liðsins í síðustu fjórum leikjum og 14. tapið í 37 deildarleikjum á leiktíðinni. 

Í hans stað hefur Tom Cleverley verið ráðinn sem bráðabirgðastjóri. Hann lagði skóna á hilluna sumarið 2023 eftir að hafa verið á mála hjá félaginu í sex ár. Hann er 11. þjálfari liðsins á undanförnum fjórum árum. Hversu lengi hann verður við stjórnvölin á eftir að koma í ljós en líkurnar eru svo sannarlega ekki honum í hag.

Watford er sem stendur í 14. sæti með 45 stig, sjö stigum fyrir ofan fallsæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×