Enski boltinn

Miðju­maður Liver­pool gaf út sjálfs­hjálpar­bók

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Wataru Endō í baráttunni gegn Manchester City.
Wataru Endō í baráttunni gegn Manchester City. Robbie Jay Barratt/Getty Images

Wataru Endō, miðjumaður Liverpool og japanska landsliðsins í knattspyrnu, er margt til lista lagt. Ásamt því að spila með einu besta knattspyrnuliði þá gaf hann út sjálfshjálparbók undir lok síðasta árs.

Endō gekk nokkuð óvænt í raðir Liverpool síðasta haust eftir liðið hafði lagt allt kapp á að finna djúpan miðjumann til að leysa Fabinho af hólmi. Eftir að vera orðaðir við Roméo Lavia og Moisés Caicedo þá var hinn þrítugi Endō, leikmaður Stuttgart í Þýskalandi, niðurstaðan eftir að hinir tveir gengu í raðir Chelsea.

Japaninn hefur komið sögu í 31 leik hjá Liverpool á leiktíðinni en hann hefur nýtt tímann utan vallar vel. Undir lok síðasta árs gaf hann út sjálfshálparbókina Duel.

Er bókin ætluð samlöndum hans en hann vill sýna Japönum fram á að meira sé hægt en þeir halda að sé möguleiki. Hann vill sýna fram á að leikmenn frá Japan geti unnið „návígi“ á fótboltavellinum.

Endō átti góðan leik þegar Liverpool gerði 1-1 jafntefli við Manchester City í stórleik síðustu helgar í ensku úrvalsdeildinni. Það verður nóg að gera hjá miðjumanninum út leiktíðina þar sem Liverpool er í harðri baráttu um enska meistaratitilinn, enska bikarinn og Evrópudeildina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×