Golgata er víða Elínborg Sturludóttir skrifar 24. mars 2024 14:01 Með pálmasunnudegi er dymbilvikan gengin í garð þegar við minnumst þess er Jesú var fagnað sem hetju þegar hann reið inn í Jerúsalem. En fljótt skipast veður í lofti. Fimm dögum síðar var hann tekinn af lífi með hræðilegustu aftökuaðferð Rómverja, krossfestingu – fyrir upplognar sakir. Á föstudaginn langa minnist kristin kirkja pyntinganna sem Jesús þurfti að þola og dauða hans á krossi. Í skemmtiþætti á RÚV var „tekið forskot á sæluna“ síðast liðið föstudagskvöld þar sem þáttastjórnendur höfðu þjáningu Jesú og dauða að háði og spotti og máluðu þá mynd af íslensku samfélagi að þekking fólks á atburðum páskanna væri nánast engin og þar með – undir rós – að kristin trú og siður væri einskis virði fyrir Íslendinga nútímans. En að hverju var í raun hæðst? Golgata er ekki aðeins staðurinn þar sem Kristur var krossfestur, heldur er Golgata hvar sem þjáning hinna valdalausu á sér stað. Golgata er því miður alltof víða.Golgata er alls staðar þar sem fólk sveltur, þar sem níðst er á börnum, þar sem fólk er beitt ofbeldi og því nauðgað; Golgata blasir við okkur um þessar mundir í stríðinu í Úkraínu, í Súdan, í Ísrael og á Gasa,– og svo mætti telja út í hið óendanlega. Hver sem sér þjáningu Krists, sér jafnframt þjáningar annarra. Hver sem hæðist að píslum Krists hæðist að þjáningu annarra – og að trú kristins fólks um allan heim. Það getur verið varnarviðbragð okkar mannanna í heimi sem er fullur að illsku og þjáningu að ýta þjáningunni frá okkur eða gera jafnvel grín að henni. Það er ekki sjálfgefið að fólk finni til samkenndar með þeim sem þjást. Hver kannast ekki við það að sitja við kvöldmatarborðið og finnast það ögrandi að loknum löngum vinnudegi að horfa í fréttunum upp á á þjáningu og hörmungar einhvers staðar langt út í heimi og finna fyrir vanmáttarkennd yfir því að geta svo lítið gert? Það er eftirtektarvert að það er ekki að finna stafkrók um það að Jesús hafi hvatt til valdbeitingar. Veldi hans er ekki reist á áróðri, eitri eða vopnum. Samt er veldi hans öflugra en nokkurt annað í þessum heimi. Í dymbilvikunni höfum við val: Við getum valið að virða þjáningu og dauða Krists að vettugi eða jafnvel haft það að háði og spotti og þannig lítilsvirt þjáningu og trú annarra. Eða við getum hugleitt og lifað okkur inn í píslargöngu Krists svo við getum af einlægri gleði tekið við ástarjátningu Guðs sem birtist í sigri kærleikans yfir illskunni á páskadagsmorgunn. Höfundur er dómkirkjuprestur og frambjóðandi í biskupskjöri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Þjóðkirkjan Páskar Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru kennaralausir skólar framtíðin? Elsa Nore skrifar Skoðun Hamstrahjól ríkisútgjalda Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Grindavíkin mín Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson skrifar Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Með pálmasunnudegi er dymbilvikan gengin í garð þegar við minnumst þess er Jesú var fagnað sem hetju þegar hann reið inn í Jerúsalem. En fljótt skipast veður í lofti. Fimm dögum síðar var hann tekinn af lífi með hræðilegustu aftökuaðferð Rómverja, krossfestingu – fyrir upplognar sakir. Á föstudaginn langa minnist kristin kirkja pyntinganna sem Jesús þurfti að þola og dauða hans á krossi. Í skemmtiþætti á RÚV var „tekið forskot á sæluna“ síðast liðið föstudagskvöld þar sem þáttastjórnendur höfðu þjáningu Jesú og dauða að háði og spotti og máluðu þá mynd af íslensku samfélagi að þekking fólks á atburðum páskanna væri nánast engin og þar með – undir rós – að kristin trú og siður væri einskis virði fyrir Íslendinga nútímans. En að hverju var í raun hæðst? Golgata er ekki aðeins staðurinn þar sem Kristur var krossfestur, heldur er Golgata hvar sem þjáning hinna valdalausu á sér stað. Golgata er því miður alltof víða.Golgata er alls staðar þar sem fólk sveltur, þar sem níðst er á börnum, þar sem fólk er beitt ofbeldi og því nauðgað; Golgata blasir við okkur um þessar mundir í stríðinu í Úkraínu, í Súdan, í Ísrael og á Gasa,– og svo mætti telja út í hið óendanlega. Hver sem sér þjáningu Krists, sér jafnframt þjáningar annarra. Hver sem hæðist að píslum Krists hæðist að þjáningu annarra – og að trú kristins fólks um allan heim. Það getur verið varnarviðbragð okkar mannanna í heimi sem er fullur að illsku og þjáningu að ýta þjáningunni frá okkur eða gera jafnvel grín að henni. Það er ekki sjálfgefið að fólk finni til samkenndar með þeim sem þjást. Hver kannast ekki við það að sitja við kvöldmatarborðið og finnast það ögrandi að loknum löngum vinnudegi að horfa í fréttunum upp á á þjáningu og hörmungar einhvers staðar langt út í heimi og finna fyrir vanmáttarkennd yfir því að geta svo lítið gert? Það er eftirtektarvert að það er ekki að finna stafkrók um það að Jesús hafi hvatt til valdbeitingar. Veldi hans er ekki reist á áróðri, eitri eða vopnum. Samt er veldi hans öflugra en nokkurt annað í þessum heimi. Í dymbilvikunni höfum við val: Við getum valið að virða þjáningu og dauða Krists að vettugi eða jafnvel haft það að háði og spotti og þannig lítilsvirt þjáningu og trú annarra. Eða við getum hugleitt og lifað okkur inn í píslargöngu Krists svo við getum af einlægri gleði tekið við ástarjátningu Guðs sem birtist í sigri kærleikans yfir illskunni á páskadagsmorgunn. Höfundur er dómkirkjuprestur og frambjóðandi í biskupskjöri.
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun