Totten­ham og West Ham urðu af mikil­vægum stigum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Jöfnunarmark heimamanna í uppsiglingu.
Jöfnunarmark heimamanna í uppsiglingu. Marc Atkins/Getty Images

West Ham United gerði 1-1 jafntefli við nágranna sína í Tottenham Hotspur í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Stigið gerir ekki mikið fyrir liðin sem eru bæði í harðri Evrópubaráttu.

Brennan Johnson kom gestunum í Spurs yfir eftir aðeins fimm mínútna leik eftir undirbúning Timo Werner. Kurt Zouma jafnaði metin eftir hornspyrnu Jarrod Bowen tæpum stundarfjórðung síðar og þar við sat, lokatölur 1-1.

Gestirnir voru meira með boltann en hvað færi varðar þá var gríðarlega jafnt á öllum tölum og jafntefli sanngjörn niðurstaða.

Tottenham er nú með 57 stig í 5. sæti, sem gæti veitt þátttöku í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð, tveimur stigum á eftir Aston Villa í 4. sætinu. West Ham er með 45 stig í 7. sæti, Stigi meira en Newcastle United sem er sæti neðar en tveimur minna en Man United sem er sæti ofar og á tvo leiki til góða.

Önnur úrslit

Bournemouth 1-0 Crystal Palace

Burnley 1-1 Wolves 

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira