Enski boltinn

Ný vegg­mynd af Jürgen Klopp í Liverpool

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það má búast við því að margir stuðningsmenn Liverpool taki mynd af sér fyrir framan þessa veggmynd af Klopp.
Það má búast við því að margir stuðningsmenn Liverpool taki mynd af sér fyrir framan þessa veggmynd af Klopp. Getty/Christopher Furlong

Jürgen Klopp á bara rúma tvo mánuði eftir sem knattspyrnustjóri Liverpool og enska liðið á enn möguleika á að vinna þrjá titla á síðasta tímabili hans.

Stuðningsmenn Liverpool munu örugglega sjá mikið eftir þessum elskaða knattspyrnustjóra.

Klopp tók við Liverpool liðinu í október 2015 og stýrir liðinu í 481. sinn í kvöld. Liðið hefur unnið níu titla undir hans stjórn þar af ensku úrvalsdeildina 2020 og Meistaradeildina 2018.

Minningu um tíma hans á Anfield verður örugglega haldið hátt á lofti á Anfield og það má finna veggmyndir af þýska stjóranum út um allan bæ.

Sú nýjasta var vígð í þessari viku en þar má sjá Klopp brosa með bjóra í hönd eins og sést hér fyrir neðan.

Listamaðurinn John Culshaw gerði myndina en hann hefur verið duglegur að gera flottar myndir af hetjum Liverpool út um alla borg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×