Handbolti

„Höfðum stjórn á leiknum allan tímann“

Hjörvar Ólafsson skrifar
Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, á hliðarlínunni í leik hjá FH. 
Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, á hliðarlínunni í leik hjá FH.  Vísir/Pawel Cieslikiewicz

Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, var að vonum sáttur við lærisveina sína þegar liðið komst yfir í 1-0 í rimmu sinni við ÍBV í undanúrslitum Olísdeildar karla í handbolta í Kaplakrika í kvöld. 

„Það var liðsheildin sem skilaði þessum sigri. Mér fannst allir spila mjög vel enda fátt annað hægt í svona aðstæðum eins og voru í Kriaknum í kvöld. Það var frábær stemming og leikmenn hrifust með andrúmsloftinu og spiluðu glimrandi handbolta,“ sagði Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, sáttur að leik loknum.  

„Mér fannst við halda haus og hafa fulla stjórn á leiknum allan leikinn og ég er virkilega sáttur við það. Eyjamenn áttu nokkur áhlaup en það var ekkert panikk í okkar herbúðum við það. Það var hárrétt blanada af ákefð, skynsemi og ró í okkar leik,“ sagði Sigursteinn enn fremur.

„Við erum með gott leikplan og konsept og við héldum okkur við það sem við lögðum upp með og það gladdi mig að sjálfsögðu. Við vitum hverjir eru styrkleikar okkar og við nýttum þá vel að þessu sinni. Vörnin var sterk og Daníel Freyr varði bara vel þar á bakvið,“ sagði hann. 

„Nú erum við komnir á þann kafla í tímabilinu þar sem það er lítið æft og mikið spilað sem er bara geggjað. Þetta var hraður og mjög skemmtilegur leikur þar sem það var mikið keyrt í bakið á hvor öðrum. 

Það komu allir heilir út úr þessum leik og nú er bara að endurheimta og búa okkur undir næsta bardaga í Eyjum. Þar verður geggjuð stemming og vonandi að sem flestir FH-ingar geri sér dagsferð og mæti til Vestmannaeyja með okkur,“ sagði Sigursteinn um framhaldið. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×