Innlent

Ás­dís Rán búin að safna undir­skriftum

Árni Sæberg skrifar
Ásdís Rán Gunnarsdóttir, athafnakona og fyrirsæta, hefur náð að safna 1.500 undirskriftum.
Ásdís Rán Gunnarsdóttir, athafnakona og fyrirsæta, hefur náð að safna 1.500 undirskriftum.

Ásdís Rán Gunnarsdóttir, einnig þekkt sem Ísdrottningin, hefur safnað tilskildum fjölda undirskrifta til þess að geta formlega boðið sig fram til forseta.

Þetta staðfestir Ásdís Rán í samtali við fréttastofu. Hún er níundi meðmælasafnarinn til þess að ná undirskriftunum 1.500. Þau Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Katrín Jakobsdóttir, Baldur Þórhallsson, Jón Gnarr, Halla Hrund Logadóttir, Halla Tómasdóttir, Arnar Þór Jónsson og Ástþór Magnússon eru hinir átta.

Ásdís Rán sagði í gær að söfnunin væri á lokametrunum og hún ætti aðeins um eitt hundrað undirskriftir eftir í land.

Hún segir að söfnunin hafi klárast strax í gærkvöldi og að hún sé hæstánægð með árangurinn.

Ásdís Rán verður í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld ásamt Helgu Þórisdóttur, sem er enn að safna undirskriftum.


Tengdar fréttir

Stefnir í spennandi forsetakosningar

Halla Hrund Logadóttir bætir við sig miklu fylgi samkvæmt nýrri könnun Prósents fyrir Morgunblaðið þar sem Baldur Þórhallsson nýtur mest fylgis. Stjórnmálafræðingur segir hægt að lesa það eitt út úr könnunum undanfarnar vikur að forsetakosningarnar verði mjög spennandi.

Katrín leiðir og hefur töl­fræði­lega mark­tækt for­skot á Baldur

Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, mælist með 31,4 prósent stuðning í nýrri skoðanakönnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar þar sem spurt var hvern fólk vildi sjá sem næsta forseta Íslands. Hún hefur tölfræðilega marktækt forskot á Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor sem nú mælist með 24 prósent fylgi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×