Skoðun

Raf­orkan er auð­lind þjóðarinnar

Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar

Því hefur verið fleygt fram af andstæðingum frekari nýtingar á orkuauðlind okkar Íslendinga að hérlendis sé framleidd sex sinnum meiri orka á mann en meðal hátekjulanda.

Fámenni á Íslandi stækkar okkur í öllum samanburði þegar litið er til höfðatölu. En landið er víðfemt og sé litið til raforkuframleiðslu á hvern ferkílómetra lands hríðlækkar þetta hlutfall.

En burt séð frá því þá er íslensk, sjálfbær, umhverfisvæn raforka auðlind okkar Íslendinga. Hún er auðlind líkt og fiskurinn í sjónum. Auðlindir þjóða eru það sem þær byggja afkomu sína á. Það eru auðlindirnar sem skapa okkur útflutningstekjur og byggja undir hagvöxt. Málmvinnsla er auðlind Svía. Skóglendið er auðlind Finna. Góð skilyrði til landbúnaðar er auðlind Hollendinga. Raforkan er ein af auðlindum Íslendinga og ekkert óeðlilegt við að hún sé nýtt enda vistvæn og sjálfbær.

Þessi auðlind sem raforkan er, skapar þjóðinni tekjur og það er skynsamlegt að nýta hana í orkusækinn iðnað líkt og álframleiðslu. Þjóðin nýtur góðs af því enda greiddu álverin 85 milljarða fyrir raforkuna á árinu 2022. Það má nota það fé til góðs fyrir land og þjóð.

Höfundur er framkvæmdastjóri Samáls. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Skoðun

Sjá meira


×