Innlent

Beint: Há­tíðar­höld á verkalýðsdaginn 2024

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Frá kröfugöngu ASÍ.
Frá kröfugöngu ASÍ. así

Hatíðarhöld ASÍ í tilefni verkalýðsdagsins 1. maí 2024 verða víða um land í dag. Á Ingólfstorgi verður samstöðufundur Alþýðusambands Íslands, með ræðuhöldum og tónlistaratriðum.

Dagskrá og streymi er að finna hér að neðan. Á vefsíðu ASÍ má nálgast dagskrá hátíðarhalda víðar um land.

Dagskrá:

  • Safnast saman á Skólavörðuholti kl. 13:00
  • Kröfugangan leggur af stað klukkan 13:30. Lúðrasveit Verkalýðsins og Lúðrasveitin Svanur spila í göngunni og á Ingólfstorgi.
  • Útifundur á Ingólfstorgi Kl. 14:00. Fundarstjóri er Arna Jakobína Björnsdóttir, formaður Kjalar.
  • Ræðu flytja Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar og Þórarinn Eyfjörð, formaður Sameykis.
  • Bríet og Úlfur Úlfur flytja tónlist og í lok fundarins syngur fundarfólk og tónlistarfólk.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×