Körfubolti

Eig­endur 76ers gefa miða svo Knicks að­dá­endur taki ekki aftur yfir

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Þrátt fyrir að vera á útivelli voru aðdáendur NY Knicks mun meira áberandi í þriðja og fjórða leik liðanna Wells Fargo Center.
Þrátt fyrir að vera á útivelli voru aðdáendur NY Knicks mun meira áberandi í þriðja og fjórða leik liðanna Wells Fargo Center. Tim Nwachukwu/Getty Images

Eigendur Philadelphia 76ers keyptu sjálfir og gáfu frá sér 2000 miða á leik liðsins gegn New York Knicks í úrslitakeppni NBA svo aðdáendur gestanna verði ekki eins sjáanlegir og síðasta leik.

Knicks unnu fyrstu tvo leiki rimmunnar á sínum heimavelli. 76ers tóku þriðja leikinn í Philadelphia en lentu svo 3-1 undir í seinni heimaleik sínum þegar Jalen Brunson skaut liðið í kaf.

Aðdáendur Knicks voru mjög áberandi og háværir á heimavelli 76ers. Joel Embiid gagnrýndi aðdáendur liðsins og sagðist vonsvikinn með stuðninginn úr stúkunni.

76ers sneru aftur til New York eftir tapið, unnu þann leik og minnkuðu muninn í einvíginu í 3-2.

Eigendahópur 76ers, Michael Rubin, Josh Harris, David Blitzer og David Adelman, vildu ekki endurtaka það sem úrskeiðis fór í fyrri heimaleikjum og tilkynntu á samfélagsmiðlum að þeir hefðu sjálfir greitt fyrir 2000 miða á leikinn sem yrðu gefnir til aðdáenda liðsins.

Leikur Philadelphia 76ers og New York Knicks hefst klukkan 01:00 í nótt og er í beinni útsendingu á NBA League Pass. 

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×