Fótbolti

Diljá og fé­lagar töpuðu toppslagnum á heima­velli

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Diljá Ýr Zomers hefur raðað inn mörkunum fyrir Leuven á leiktíðinni en tókst því miður ekki að skora í dag.
Diljá Ýr Zomers hefur raðað inn mörkunum fyrir Leuven á leiktíðinni en tókst því miður ekki að skora í dag. Getty/Marco Steinbrenne

Diljá Ýr Zomers og félagar í Leuven töpuðu í dag gríðarlega mikilvægum leik í baráttunni um belgíska meistaratitilinn í knattspyrnu.

Leuven var á heimavelli í toppslagnum á móti Anderlecht en tapaði leiknum 1-0.

Sigurmark Anderlecht kom á lokamínútu leiksins. Það þýðir að Anderlecht er nú með þriggja stiga forskot á Leuven en þetta eru tvö efstu liðin í úrslitakeppni efri hlutans.

Þetta er þó ekki búið því það eru enn þrjár umferðir eftir af úrslitakeppninni en vonin veiktist mikið eftir þessi úrslit.

Þetta annað svekkjandi tap Leuven liðsins á stuttum tíma því á miðvikudaginn tapaði liðið í vítakeppni á móti Club Brugge í bikarúrslitaleiknum.

Diljá var í byrjunarliðinu en hún er markahæsti leikmaður deildarinnar með tuttugu mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×