Innlent

Sækjast eftir frekara gæslu­varð­haldi vegna andlátsins við Kjarnagötu

Jón Þór Stefánsson skrifar
Frá Kjarnagötu á Akureyri.
Frá Kjarnagötu á Akureyri. Vísir

Lögreglan á Akureyri mun í dag krefjast þess að gæsluvarðhald manns á sjötugsaldri verði framlengt. Maðurinn er grunaður um að hafa orðið konu sinni, sem var um fimmtugt, að bana í fjölbýlishúsi við Kjarnagötu á Akureyri í lok aprílmánaðar.

Eyþór Þorbergsson, saksóknari hjá lögreglunni fyrir norðan, staðfestir í samtali við fréttastofu að sóst verði eftir frekara gæsluvarðhaldi, en segir að enn hafi ekki verið tekin ákvörðun um hversu langs tíma verði krafist.

Hann getur ekki tjáð sig um rannsókn málsins að öðru leyti.

Lögreglan var kölluð að húsinu við Kjarnagötu klukkan hálf fimm að morgni mánudagsins 22. apríl. 

Við komu á vettvang var lögreglumönnum vísað á meðvitundarlausa konu í íbúðinni og báru endurlífgunartilraunir ekki árangur. Konan var úrskurðuð látin á vettvangi.

Skarphéðinn Aðalsteinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Akureyri, sagði við Vísi í lok síðasta mánaðar að „ástand á vettvangi og á hinni látnu báru þess merki að það þyrfti að rannsaka þetta á þennan hátt.“



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×