Innlent

Grunaður um að valda konunni á­verkum sem leiddu hana til dauða

Jón Þór Stefánsson skrifar
Frá Kjarnagötu á Akureyri.
Frá Kjarnagötu á Akureyri. Vísir

Héraðsdómur Norðurlands eystra staðfesti í dag kröfu lögreglunnar um áframhaldandi gæsluvarðhald manns á sjötugsaldri sem er grunaður um að hafa orðið sambýliskonu sinni að bana í fjölbýlishúsi við Kjarnagötu á Akureyri í lok aprílmánaðar. Maðurinn hefur verið úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á Norðurlandi eystra.

Í henni segir að rannsókn á andláti konunnar, sem var fimmtug, og fannst látin á heimili sínu þann 22. apríl síðastliðinn miði vel.

„Sambýlismaður hennar á sjötugsaldri hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því að upp komst um málið og er hann grunaður um að hafa valdið konunni áverkum sem leiddu til dauða hennar,“ segir í tilkynningunni.

Þá er tekið fram að þegar lögregla hafi lokið rannsókn málsins verði það sent embætti Héraðssaksóknara til ákvörðunar um saksókn.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×