Erlent

Geimskoti Starliner var frestað í nótt

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Afar erfiðlega hefur gengið að koma Starliner út í geiminn. 
Afar erfiðlega hefur gengið að koma Starliner út í geiminn.  AP Photo/John Raoux

Fyrirhuguðu geimskoti Starliner geimfarsins frá Boeing var frestað í nótt, tveimur tímum fyrir flugtak frá Canaveral höfða í Flórída.

Ástæðan er sögð hafa verið þörf á að gera öryggistékk upp á nýtt en þetta þýðir að geimskotið fer ekki fram fyrr en í fyrsta lagi á föstudaginn kemur. Geimskotinu var beðið með mikilli eftirvæntingu en til stóð að flytja geimfarana Butch Wilmore og Suni Williams til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar.

Verkefnið hefur raunar dregist verulega á langinn, eða um nokkur ár, en ef það heppnast á föstudaginn kemur verður Boeing annað einkafyrirtækið í sögunni sem flytur menn út í geim. Space X, sem er í eigu Elons Musk tókst það árið 2020 með Dragon geimfarinu.

Áður en það tókst, höfðu Bandaríkjamenn þurft í tæpan áratug að reiða sig alfarið á Rússa, til að koma mönnum út í geim. Starliner átti fyrst að fljúga árið 2015 en verkefninu hefur ítrekað verið frestað vegna ýmissa tæknivandamála.

Bein útsending: Starliner ber geimfara til geimstöðvarinnar Starliner á loks að bera geimfara 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×