Erlent

Skot­á­rás við heimili Drake

Jón Þór Stefánsson skrifar
Skotárás var framin við heimili rapparans Drake.
Skotárás var framin við heimili rapparans Drake. Getty

Öryggisvörður kanadíska rapparans Drake var skotinn við heimili stórstjörnunnar í Toronto í nótt. Áverkar öryggisvarðarins eru ekki taldir lífshættulegir og rapparinn sjálfur er sagður ómeiddur.

Rolling Stone greinir frá þessu.

Þá greinir CBC frá því að talið sé að árásin hafi farið þannig fram að bíl hafi verið keyrt fram hjá fórnarlambinu á meðan skotum var hleypt af.

Öryggisvörðurinn hafi verið skotinn í bringu og misst meðvitund og verið fluttur á sjúkrahús. Skotmaðurinn eða mennirnir hafi flúið af vettvangi.

Ekki er vitað um ástæðu skotárásarinnar, en athygli vekur að hún á sér stað í kjölfar mikilla erja Drake og annars rappara, Kendricks Lamar. Þeir hafa borið hvor annan þungum sökum í fjölmörgum lögum sem gefin hafa verið út á síðustu dögum. 

Kendrick hefur sakað Drake um barnagirnd og að halda úti eða taka þátt í skipulagningu umfangsmikils mansalshrings. Drake hefur sakað Kendrick um að beita unnustu sína heimilisofbeldi. Fjallað var um þessar erjur þeirra á Vísi í gær.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×