Innlent

Stuðnings­menn Katrínar á­huga­samari en aðrir

Bjarki Sigurðsson skrifar
Stuðningsmenn Katrínar Jakobsdóttur eru líklegri en aðrir til að hafa áhuga á forsetakosningunum.
Stuðningsmenn Katrínar Jakobsdóttur eru líklegri en aðrir til að hafa áhuga á forsetakosningunum. Vísir/Vilhelm

63 prósent landsmanna hafa mikinn áhuga á forsetakosningunum sem fram fara í júní. Fjórðungur kveðst hafa hvorki mikinn né lítinn áhuga og tólf prósent hafa lítinn áhuga. Stuðningsmenn Katrínar Jakobsdóttur eru með meiri áhuga á kosningunum en stuðningsmenn annarra frambjóðenda. 

Þetta kemur fram í nýjum þjóðarpúlsi Gallup. 72 prósent þeirra sem eru sjötíu ára og eldri hafa áhuga á kosningunum en minnstan áhuga hafa þeir sem eru 30 til 39 ára, einungis 55 prósent þeirra segjast hafa áhuga. 

Íbúar á höfuðborgarsvæðinu hafa fleiri áhuga á kosningunum, 67 prósent á móti 57 prósentum á landsbyggðinni. Þeir sem eru með háskóla og framhaldsskólapróf eru líklegri til að hafa áhuga á kosningunum en þeir sem eru bara með grunnskólapróf, 68 og 64 prósent gegn 53 prósentum.

Þeir sem segjast vera stuðningsmenn Viðreisnar, Pírata og Framsóknarflokksins eru líklegri til að hafa áhuga á kosningunum. Þeir sem styðja Miðflokkinn, Samfylkinguna og Sjálfstæðisflokkinn hafa minni áhuga. 

Svarendur sem sögðust ætla að kjósa Katrínu Jakobsdóttur eru áhugasamari um kosningarnar en aðrir, 77 prósent þeirra höfðu mikinn áhuga. 67 prósent stuðningsmanna Baldurs Þórhallssonar hafa mikinn áhuga, 63 prósent stuðningsmanna Höllu Hrundar Logadóttur og 54 prósent stuðningsmanna Jóns Gnarrs. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×