Erlent

Græn­lendingar segja sig úr Norður­landa­ráði

Árni Sæberg skrifar
Múte B. Egede er forsætisráðherra Grænlands. Þessi mynd er tekin í Vestmannaeyjum síðasta sumar, þegar hann sótti fund Norðurlandaráðs.
Múte B. Egede er forsætisráðherra Grænlands. Þessi mynd er tekin í Vestmannaeyjum síðasta sumar, þegar hann sótti fund Norðurlandaráðs. Vísir/Vilhelm

Grænlendingar hafa sagt sig úr Norðurlandaráði í mótmælaskyni við það sem forsætisráðherrann kallar mismunun meðlima ráðsins.

Í frétt Verdens gang segir að Grænlendingar mótmæli því að fá ekki að taka þátt í fyrirhuguðum fundi Norðurlandaráðs, þar sem utanríkis- og varnarmál verða í brennidepli. Einungis sendinefndum Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar, auk Þýskalands, sem er ekki í ráðinu, sé boðið á fundinn.

„Ég get ekki haldið áfram þátttöku þegar þegar slík mismunun viðgengst,“ segir Múte B. Egede, forsætisráðherra Grænlands, í opnu bréfi til sænskra stjórnvalda, sem fara með forsæti í Norðurlandaráði.

Hann hótaði á dögunum að draga Grænland úr ráðinu, og nú hefur hann staðið við stóru orðin.

Egede undirstrikar að hann muni endurskoða ákvörðunina ef Grænlandi verður leyft að taka þátt í störfum ráðsins á jafningagrundvelli. Líka þegar varnar- og öryggismál eru rædd.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×