Innlent

Opna Laugardalslaug á ný

Jón Þór Stefánsson skrifar
Laugardalslaug var lokuð í nokkra daga en opnaði á ný í morgun.
Laugardalslaug var lokuð í nokkra daga en opnaði á ný í morgun. Vísir/Vilhelm

Laugardalslaug opnaði aftur í morgun eftir stutta lokun vegna viðgerða. Öryggisbilun hafði komið upp í laugarkeri í vikunni sem þýddi að tæma þurfti laugina.

Á vef Reykjavíkurborgar kemur fram að viðgerð hafi gengið vonum framar. Því var hægt að opna laugina aftur sólarhring fyrr en til stóð.

Um hádegi í gær var byrjað að fylla laugina á ný. Hún var tilbúin með réttu klór- og hitastigi í gærkvöldi, en opnuð klukkan 6.30 í morgun.

„Viðgerð gekk hratt og vel en það að tæma og fylla laugina er stórt og tímafrekt verkefni sem gekk betur og hraðar en búist var við þökk sé reynslumiklu fólki í viðhaldsteyminu hjá okkur,” er haft eftir Drífu Magnúsdóttur, forstöðumanni Laugardalslaugar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×