Innlent

Mögu­legt strok á laxi úr landeldi

Jón Þór Stefánsson skrifar
Myndin sýnir fiskeldisstöð Samherja í Sandgerði, en umrætt óhapp átti sér stað í fiskeldisstöð Samherja í Silfurstjörnunni, Öxarfirði.
Myndin sýnir fiskeldisstöð Samherja í Sandgerði, en umrætt óhapp átti sér stað í fiskeldisstöð Samherja í Silfurstjörnunni, Öxarfirði.

Matvælastofnun hefur borist tilkynningu um óhapp sem gæti hafa leitt til stroks á eldislaxi úr fiskeldisstöð Samherja í Silfurstjörnunni, Öxarfirði.

Óhapp þetta átti sér stað síðastliðinn mánudag, 6. maí. Í tilkynningu frá MAST segir að þetta hafi komið í ljós þegar seiði sáust í settjörn stöðvarinnar

„Seiðin voru u.þ.b. 70-80 gr. og ósmoltuð,“ segir í tilkynningu MAST, en þar segir jafnframt að ekki sé hægt að útiloka að seiðin hafi smoltast í settjörn og komist út í sjó. 

„Áætlað er að 868 seiði hafi sloppið úr karinu en fjöldi þeirra seiða sem barst í settjörnina er óljós á þessum tímapunkti. Rekstrarleyfishafi vinnur að endurheimt fiska úr settjörn og nákvæmari talningu til þess að meta umfang stroksins.“

Fram kemur að Matvælastofnun hafi kallað eftir gögnum og upplýsingum er varða viðbrögð fyrirtækisins. Þá segir að atvikið sé til rannsóknar hjá stofnuninni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×