Innlent

Kviknaði í bragga á Egils­stöðum

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Slökkviliðið var kallað út þegar kviknaði í bragga á Egilsstöðum í dag
Slökkviliðið var kallað út þegar kviknaði í bragga á Egilsstöðum í dag vísir/Vilhelm

Kviknað hefur í bragga í húsnæði Austurljóss á Egilsstöðum. Slökkviliðið var kallað út klukkan 11:20 og slökkvistarf enn í gangi.

Austurfrétt greinir frá. Þar segir að húsnæðið sem um ræðir sé að Miðási 18 og hafi hýs starfsemi fjarskiptafyrirtækisins Austurljóss. Í hinum enda hússins sé líkkistusmiðja, en verið er að reyna koma í veg fyrir að eldurinn berist þangað.

Slökkviliðið var fljótt á staðinn og í frétt Austurfréttar segir að eldur hafi snarlega verið kveðinn niður og reykkafarar hafi fljótlega farið inn.

Ekki náðist í lögreglu eða slökkviliðið við vinnslu fréttarinnar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×